Fjölskyldufræðingafélag Íslands - fagfólks í fjölskyldumeðferð
![](https://fjolskyldumedferd-new.wp.premis.dev/wp-content/uploads/2022/12/hannah-busing-Zyx1bK9mqmA-unsplash1.jpg)
“Fjölskyldumeðferð er skilgreind sem meðferð þar sem tekið er mið af fjölskyldunni sem heild, og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Fjölskyldumeðferð er fjölbreytt úrræði sem getur unnið með einstakling innan fjölskyldu, hjón/pör, börn eða fjölskylduna í heild sinni eða að hluta.”
Fjölskyldumeðferð er gagnreynd aðferð
Fjölskyldumeðferð er gagnreynt og árangursríkt meðferðarúrræði (Evidence-based practice) þegar t.d. tekist er á við: líkamleg og andleg veikindi, áföll af ýmsum toga, sorgarferli, barnauppeldi, ágreining af ýmsu tagi, kynlífsvandamál og breytt fjölskyldumynstur í kjölfar skilnaðar.